Erlent

Að minnsta kosti ellefu létust í óveðri í Evrópu

Þetta fólk átti fótum sínum fjör að launa í óveðrinu.
Þetta fólk átti fótum sínum fjör að launa í óveðrinu. Mynd/ AFP

Að minnsta kosti ellefu manns létu lífið í miklu óveðri sem gekk yfir meginland Evrópu í gær. Mikil úrkoma var á Ítalíu og vindhraði mikill.

82 ára gömul kona og 62 ára sonur hennar létu lífið þegar aurskriða féll á hús þeirra með þeim afleiðingum að þakið lét undan. Þá létu sjö fjallgöngumenn lífið í Alpahéruðum Ítalíu, Frakklands og Sviss. Aurskriður og flóð hafa víða valdið mikilli eyðileggingu og Í Bretlandi var mörgum útihátíðum aflýst vegna óveðurs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×