Innlent

Framsóknarmenn tryggja kynjakvóta

Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins.
Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins.

Framsóknarmenn í Reykjavík munu halda sérstakan kjörfund laugardaginn 28. nóvember nk. þar sem kosið verður á milli frambjóðenda sem gefa kost á sér í sæti á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí 2010 samkvæmt kjörnefnd Framsóknar í Reykjavík.

Kjörnefnd Framsóknarflokksins í Reykjavík hefur þegar auglýst eftir frambjóðendum á framboðslista flokksins og rennur frestur til að tilkynna um framboð út á miðnætti laugardaginn 14. nóvember.

Á kjörfundinum hafa atkvæðisrétt allir félagsmenn í framsóknarfélögunum í Reykjavík svo sem fram kemur á heimasíðu Framsóknarflokksins.

Til að tryggja jafnræði kynjanna á framboðslista skal tryggt að í efstu 6 sætum listans séu að lágmarki 3 af öðru kyninu og að í efstu 12 sætum séu að lágmarki 6 af öðru kyninu, auk þess sem að listinn verður í heild sinni að uppfylla jafnréttisákvæði laga Framsóknarflokksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×