Banna andlegar og líkamlegar refsingar 17. apríl 2009 05:30 Stjórnvöld brugðust við nýlegum hæstaréttardómi með breytingu á barnaverndarlögum til að koma í veg fyrir líkamlegar og andlegar refsingar á börnum. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.Nordicphp0tos/Ghetty Óheimilt er að beita börn líkamlegum eða andlegum refsingum eftir að Alþingi samþykkti samhljóða breytingar á barnaverndarlögum í gær. Viðurlög eru sektir eða allt að þriggja ára fangelsisdómur. „Hér eru tekin af öll tvímæli um að það er óheimilt að berja börn, eða veita þeim líkamlega eða andlega refsingu. Það er mjög gott að brugðist sé svo hratt við,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Með breytingunni eru stjórnvöld meðal annars að bregðast við nýlegum dómi Hæstaréttar, sem sýknaði karlmann af ákærum um brot gegn barnaverndarlögum þrátt fyrir að sannað þætti að hann hefði rassskellt fjögurra og sex ára syni kærustu sinnar. Í dómi Hæstaréttar, sem féll 22. janúar síðastliðinn, segir að í barnaverndarlögum sé ekki lagt fortakalaust bann við því að foreldri beiti barn „líkamlegum aðgerðum til að bregðast við óþægð“. Ekki sé hægt að refsa fyrir slíkt ofbeldi gegn börnum nema refsingin sé til þess fallin að skaða barnið, andlega eða líkamlega. Með lagabreytingunum er ekki verið að taka fram fyrir hendur foreldra, segir Bragi. Fjölmargar rannsóknir hafi sýnt fram á að þó líkamlegar refsingar geti virst árangursríkar til skamms tíma séu þær alltaf skaðlegar til lengri tíma litið. Það sama eigi við um andlegar refsingar. Bragi segir að meta verði í hverju tilviki fyrir sig hvað falli undir ákvæði um bann við andlegum refsingum gagnvart börnum. Líta verði svo á að með því sé lagt bann við niðurlægjandi meðferð sem skaði sjálfsmynd barna og trú á eigin getu, geri lítið úr börnum eða hæðist að þeim. Lagabreytingarnar taka ekki eingöngu til foreldra eða forráðamanna, heldur til allra sem beita börn andlegum eða líkamlegum refsingum. Ákvæðin hefðu því einnig náð til leikskólakennara sem nýverið varð uppvís að því að slá leikskólabarn, segir Bragi. Í breytingunni á barnaverndar-lögum er einnig lagfært laga-ákvæði um barnaverndarnefndir. Með því er í raun verið að stoppa í gat á lögunum, og heimila fulltrúum barnaverndarnefnda að vera viðstaddir skýrslutökur af börnum, segir Bragi. Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Óheimilt er að beita börn líkamlegum eða andlegum refsingum eftir að Alþingi samþykkti samhljóða breytingar á barnaverndarlögum í gær. Viðurlög eru sektir eða allt að þriggja ára fangelsisdómur. „Hér eru tekin af öll tvímæli um að það er óheimilt að berja börn, eða veita þeim líkamlega eða andlega refsingu. Það er mjög gott að brugðist sé svo hratt við,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Með breytingunni eru stjórnvöld meðal annars að bregðast við nýlegum dómi Hæstaréttar, sem sýknaði karlmann af ákærum um brot gegn barnaverndarlögum þrátt fyrir að sannað þætti að hann hefði rassskellt fjögurra og sex ára syni kærustu sinnar. Í dómi Hæstaréttar, sem féll 22. janúar síðastliðinn, segir að í barnaverndarlögum sé ekki lagt fortakalaust bann við því að foreldri beiti barn „líkamlegum aðgerðum til að bregðast við óþægð“. Ekki sé hægt að refsa fyrir slíkt ofbeldi gegn börnum nema refsingin sé til þess fallin að skaða barnið, andlega eða líkamlega. Með lagabreytingunum er ekki verið að taka fram fyrir hendur foreldra, segir Bragi. Fjölmargar rannsóknir hafi sýnt fram á að þó líkamlegar refsingar geti virst árangursríkar til skamms tíma séu þær alltaf skaðlegar til lengri tíma litið. Það sama eigi við um andlegar refsingar. Bragi segir að meta verði í hverju tilviki fyrir sig hvað falli undir ákvæði um bann við andlegum refsingum gagnvart börnum. Líta verði svo á að með því sé lagt bann við niðurlægjandi meðferð sem skaði sjálfsmynd barna og trú á eigin getu, geri lítið úr börnum eða hæðist að þeim. Lagabreytingarnar taka ekki eingöngu til foreldra eða forráðamanna, heldur til allra sem beita börn andlegum eða líkamlegum refsingum. Ákvæðin hefðu því einnig náð til leikskólakennara sem nýverið varð uppvís að því að slá leikskólabarn, segir Bragi. Í breytingunni á barnaverndar-lögum er einnig lagfært laga-ákvæði um barnaverndarnefndir. Með því er í raun verið að stoppa í gat á lögunum, og heimila fulltrúum barnaverndarnefnda að vera viðstaddir skýrslutökur af börnum, segir Bragi.
Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira