Innlent

Fjármál stjórnmálamanna rannsökuð tíu ár aftur í tímann

Jóhanna vill að fjármál stjórnmálamanna verði rannsökuð 10 ár aftur í tímann.
Jóhanna vill að fjármál stjórnmálamanna verði rannsökuð 10 ár aftur í tímann.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur skipað nefnd sem hefur það hlutverk að endurskoða lög um fjármál stjórnmálaflokka. Nefndinni hefur jafnframt verið falið að leiða til lykta hugmyndir Jóhönnu um að Ríkisendurskoðun, í kjölfar lagabreytingar eftir atvikum, að gera úttekt á fjármálum þeirra stjórnmálaflokka sem átt hafa fulltrúa á Alþingi og frambjóðendum þeirra á árunum 1999 til 2006.

Óskað er eftir því að afstaða flokkana til slíkrar úttektar liggi fyrir eigi síðar en 15. júní þannig að hægt sé að hefja undirbúning hennar sem fyrst. Að öðru leyti er nefndinni ætlað að skila tillögum sínum til forsætisráðherra fyrir 1. október.

Í kjölfar umræðu um risastyrki til Sjálfstæðisflokksins og um fjármál stjórnmálaflokkanna og frambjóðenda þeirra sendi Jóhanna formönnum þeirra flokka sem áttu fulltrúa á Alþingi bréf 22. apríl þar sem hún óskaði þess að lög um fjármál stjórnmálaflokka og frambjóðanda yrðu endurskoðuð.

Nefndin er skipuð fulltrúum allra stjórnmálaflokka sem eiga fulltrúa á Alþingi auk fulltrúa Frjálslynda flokksins og einum fulltrúa sem Jóhanna skipaði án tilnefningar.


Tengdar fréttir

Þrír stjórnmálaflokkar tefja endurskoðun laga

Seinagangur Framsóknarflokksins og Frjálslynda flokksins og veldur því að vinna nefndar við endurskoðun laga um fjármál stjórnmálaflokkanna tefst. Flokkarnir áttu að skila tilnefningum sínum í nefndina til forsætisráðherra fyrir 1. maí eða fyrir tæpri viku síðan. Eftir þingkosningarnar 25. apríl var Borgarahreyfingunni boðið að skipa fulltrúa í nefndina og skilaði flokkurinn tilnefningum sínum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×