Innlent

Handtekinn vegna líkamsárásar á Hótel Selfossi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Karlmaður var handtekinn á Hótel Selfossi aðfaranótt föstudags grunaður um að hafa ráðist á annan mann.

Sá sem ráðist var á var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítala í Fossvogi. Maðurinn reyndist óbrotinn en með skurðsár á höfði. Talið er að málið tengist handtöku fimm aðila á Hvolsvelli í síðustu viku þannig að árásarmaðurinn hafi borið hinn sökum um að hafa sagt til fimmmenninganna.

Fólkið sem handtekið var í síðustu viku var allt af erlendu bergi brotið. Það var handtekið vegna gruns um bruggstarfsemi, umfangsmikinn þjófnað og fíkniefnamisferli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×