Enski boltinn

Hafa aðeins tvisvar unnið báða leikina á móti United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ryan Babel skoraði sigurmark Liverpool í fyrri leiknum.
Ryan Babel skoraði sigurmark Liverpool í fyrri leiknum. Mynd/AFP

Liverpool getur á laugardaginn unnið Manchester United í annað sinn á tímabilinu þegar liðið heimsækir efsta lið ensku úrvalsdeildarinnar á Old Trafford.

Liverpool vann fyrri leik liðanna 2-1 á Anfield Road og þarf nauðsynlega á öðrum sigri að halda ætli liðið að eiga möguleika á því að vinna enska meistaratitilinn í fyrsta sinn í 19 ár.

Manchester United er með sjö stiga forskot á Liverpool og á auk þess leik inni. Liverpool á eftir tíu leiki og er sem stendur í 3. sæti með sama stigafjölda og Chelsea en er með lakari markatölu.

Liverpool hefur aðeins tvisvar náð því síðan enska úrvalsdeildin var stofnið 1992/93. Liverpool vann báða leikina gegn Manchester United tímabilin 2000/01 og 2001/02.

Það hafa aðeins tíu lið náð tvennunni á móti United á þessum 17 keppnistímabilum sem úrvalsdeildin hefur verið í gangi þar af hafa Arsenal-menn náð því oftast eða þrisvar sinnum, 1997/98, 2001/02 og 2006/07.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×