Innlent

Harður árekstur á Suðurlandsveginum

Svo virðist sem árekstur hafi verið harður.
Svo virðist sem árekstur hafi verið harður.

Harður árekstur varð á Suðurlandsvegi nærri Elliðaá rétt upp úr klukkan fjögur í dag. Tveir fólksbílar skullu saman og endaði annar utanvegar.

Samkvæmt varðstjóra var lögreglubíll og sjúkrabifreið á vettvangi.

Tvær konur voru færðar á spítala með minniháttar meiðsl. Önnur hlaut áverka á höfði, hin á fæti. Hvorug slasaðist alvarlega en bílarnir skullu heldur harkalega saman svo að annar endaði utanvegar.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×