Erlent

Var Brown sýnd óvirðing í Washington?

Óli Tynes skrifar
Gordon Brown fékk þó allavega að ávarpa bandaríska þingið.
Gordon Brown fékk þó allavega að ávarpa bandaríska þingið. MYND/AP

Breskir fjölmiðlar velta því nú fyrir sér hvort Grodon Brown forsætisráðherra þeirra hafi verið sýnd óvirðing í opinberri heimsókn sinni til Washington. Til dæmis hélt Barack Obama ekki sameiginlegan blaðamannafund með honum eftir fund þeirra tveggja.

Adam Boulton stjórnmálaritstjóri Sky fréttastofunnar segir að hann hafi fjallað um Hvíta húsið í 25 ár. Á þeim tíma hafi hann átta sinnum fylgt forsætisráðherra til Washington.

Venjan hafi verið sú að halda sameiginlegan blaðamannafund. Boulton bætir því við að þeir Obama og Brown virðist ekki hafa náð persónulegu sambandi þótt Obama hafi vissulega farið hlýjum orðum um gest sinn.

Bretar taka einnig eftir því að bandarískur almenningur og fjölmiðlar hafa sýnt heimsókn Browns lítinn áhuga þvert á það sem til dæmis var þegar Tony Blair lagði leið sína til Washington.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×