Ráðherra á milljónahlut í Byr Magnús Már Guðmundsson skrifar 11. júní 2009 16:14 Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, er hluthafi í Byr en hlutur hans samkvæmt stofnfjáreign er 5,6 milljónir króna. Þetta kemur fram þegar rýnt er í upplýsingar um hagsmunatengsl þingmanna. Hefð virðist hafa myndast fyrir því að ráðherrar sem heita Árni eigi hlut í Byr því nafni hans Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, á einnig hlut í sparisjóðnum. 27 af 63 þingmönnum hafa upplýst um fjárhagslega hagsmuni sína og trúnaðarstörf utan þings. Reglurnar tóku gildi 1. maí en þingmenn ákveða sjálfir hvort þeir upplýsi um hagsmuni sína. Hægt er að nálgast upplýsingarnar á vef Alþingis. Flestir þeirra þingmanna sem hafa skilað upplýsingum um fjárhagslega hagsmuni segjast ekki hafa neina hagsmuni sem reglurnar taki til. Þó eru nokkrir auk Árna Páls sem tilgreina um tengsl sín sem þeir telja að reglurnar nái til. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, á 50% eignarhlut í fyrirtækinu Þorskur á þurru landi. Hún er jafnframt framkvæmdastjóri félagsins. Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, á 25% hlut í Víngott sem einkahlutafélag í meirihlutaeigu tengdaföður hans. Fram kemur að félagið sé smátt í sniðum, með heildarveltu undir 10 milljónum króna. Engar arðgreiðslur til Magnúsar hafa átt sér stað hjá viðkomandi fyrirtæki. Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, þiggur laun til loka júní vegna óunnins uppsagnarfrests hjá menntamálaráðuneytinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á hlut í Dýralæknaþjónusta Suðurlands þar sem hann starfaði áður en hann var kjörinn á þing. Þráinn Bertelsson, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, á kvikmyndagerðarfyrirtækið Nýtt líf. Þá þiggur hann heiðurslaun listamanna frá Alþingi. Þá eiga Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Ingi sæti í hinum ýmsu ráðum á nefndum vegna starfa sinna í bæjar- og sveitarstjórnum. Tengdar fréttir 27 þingmenn hafa upplýst um hagsmunatengsl sín 27 af 63 þingmönnum hafa upplýst um fjárhagslega hagsmuni sína og trúnaðarstörf utan þings. Þar á meðal eru allir þingmenn Framsóknarflokksins og fimm ráðherrar. 11. júní 2009 14:53 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fleiri fréttir Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Sjá meira
Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, er hluthafi í Byr en hlutur hans samkvæmt stofnfjáreign er 5,6 milljónir króna. Þetta kemur fram þegar rýnt er í upplýsingar um hagsmunatengsl þingmanna. Hefð virðist hafa myndast fyrir því að ráðherrar sem heita Árni eigi hlut í Byr því nafni hans Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, á einnig hlut í sparisjóðnum. 27 af 63 þingmönnum hafa upplýst um fjárhagslega hagsmuni sína og trúnaðarstörf utan þings. Reglurnar tóku gildi 1. maí en þingmenn ákveða sjálfir hvort þeir upplýsi um hagsmuni sína. Hægt er að nálgast upplýsingarnar á vef Alþingis. Flestir þeirra þingmanna sem hafa skilað upplýsingum um fjárhagslega hagsmuni segjast ekki hafa neina hagsmuni sem reglurnar taki til. Þó eru nokkrir auk Árna Páls sem tilgreina um tengsl sín sem þeir telja að reglurnar nái til. Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, á 50% eignarhlut í fyrirtækinu Þorskur á þurru landi. Hún er jafnframt framkvæmdastjóri félagsins. Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, á 25% hlut í Víngott sem einkahlutafélag í meirihlutaeigu tengdaföður hans. Fram kemur að félagið sé smátt í sniðum, með heildarveltu undir 10 milljónum króna. Engar arðgreiðslur til Magnúsar hafa átt sér stað hjá viðkomandi fyrirtæki. Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, þiggur laun til loka júní vegna óunnins uppsagnarfrests hjá menntamálaráðuneytinu. Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á hlut í Dýralæknaþjónusta Suðurlands þar sem hann starfaði áður en hann var kjörinn á þing. Þráinn Bertelsson, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, á kvikmyndagerðarfyrirtækið Nýtt líf. Þá þiggur hann heiðurslaun listamanna frá Alþingi. Þá eiga Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Ingi sæti í hinum ýmsu ráðum á nefndum vegna starfa sinna í bæjar- og sveitarstjórnum.
Tengdar fréttir 27 þingmenn hafa upplýst um hagsmunatengsl sín 27 af 63 þingmönnum hafa upplýst um fjárhagslega hagsmuni sína og trúnaðarstörf utan þings. Þar á meðal eru allir þingmenn Framsóknarflokksins og fimm ráðherrar. 11. júní 2009 14:53 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fleiri fréttir Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Sjá meira
27 þingmenn hafa upplýst um hagsmunatengsl sín 27 af 63 þingmönnum hafa upplýst um fjárhagslega hagsmuni sína og trúnaðarstörf utan þings. Þar á meðal eru allir þingmenn Framsóknarflokksins og fimm ráðherrar. 11. júní 2009 14:53