Innlent

Búið að telja 78% atkvæða í Reykjavík

Illugi Gunnarsson er öruggur í fyrsta sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Illugi Gunnarsson er öruggur í fyrsta sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Engar breytingar eru á röðun efstu tólf frambjóðenda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þegar að búið er að telja 6182 atkvæði af alls 7871 í prófkjörinu, eða um 78% atkvæða. Illugi Gunnarsson er efstur með 3600 atkvæði í fyrsta sætið, Guðlaugur Þór í öðru sæti og Pétur Blöndal í því þriðja.

Nákvæma skiptingu atkvæða má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×