Enski boltinn

Vissi að Benitez myndi framlengja

Tom Hicks
Tom Hicks Nordic Photos/Getty Images

Tom Hicks, annar eigenda Liverpool, segist aldrei hafa óttast að Rafa Benitez myndi ekki framlengja samning sinn við félagið. Benitez skrifaði undir fimm ára framlengingu í gærkvöld.

"Við höfðum aldrei áhyggjur af því að hann myndi ekki skrifa undir því ég veit að hann hefur mikla ástríðu fyrir félaginu. Ég hef horft í augun á honum og veit það. Það er hinsvegar meira en að segja það að skrifa undir fimm ára samning og því er það mikill léttir að málið sé í höfn," sagði Hicks.

Hann segir ekkert til í þeim orðrómi að illdeilur hafi logað milli Benitez og eigenda félagsins.

"Þetta er ekki satt. Ég settist niður með Rafa fyrir nokkrum mánuðum og hann veit vel að knattspyrnustjórinn getur ekki stjórnað því hvað félagið eyðir miklum peningum. Hann mun leggja til hvaða leikmenn hann vill fá en það verður svo undir nýjum framkvæmdastjóra og stjórn félagsins komið að ganga frá því. Þannig þarf þetta að vera í enska boltanum. Við þurfum ekki að lofa Benitez einu eða neinu. Hann veit að við vilum vinna titla," sagði Bandaríkjamaðurinn í samtali við Sky.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×