Erlent

Bretar fresta fjárlagafrumvarpi fram á vor

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Alistair Darling fjármálaráðherra.
Alistair Darling fjármálaráðherra.

Afgreiðslu fjárlagafrumvarps bresku stjórnarinnar hefur verið frestað til aprílloka og hefur það ekki verið svo seint á ferð síðan árið 1945 að sögn Telegraph.

Vaninn er að kynna frumvarpið í mars en nú hyggst Alistair Darling fjármálaráðherra bíða með það þar til eftir G20-ráðstefnuna, sem haldin verður í London í vor, en þar munu 20 stórþjóðir setjast á rökstóla og ræða efnahagsmál. Gordon Brown forsætisráðherra segist vilja bíða með fjárlagafrumvarpið þar til ljóst verði hver raunveruleg áhrif 800 milljarða dollara björgunaráætlunar Baracks Obama verði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×