Íslenski boltinn

Arnar Grétars: Menn mega vera hauslausir í kvöld

Elvar Geir Magnússon skrifar
Arnar Grétarsson var tolleraður í leikslok.
Arnar Grétarsson var tolleraður í leikslok. Mynd/Daníel

Arnar Grétarsson, spilandi aðstoðarþjálfari Breiðabliks, var svo sannarlega í besta skapi eftir sigur liðsins á Fram í bikarúrslitaleiknum í dag.

„Við höfum verið að vinna í þessu síðustu ár og verið rosalega nálægt því að komast í þennan leik. Við erum með frábært lið í höndunum og að ná þessum titli er ansi stórt held ég," sagði Arnar. „Ég er að vona það að þetta sé byrjunin á einhverju skemmtilegu í Kópavogi."

„Það voru sviptingar á báða bóga í þessum leik og ég held að áhorfendur geti ekki beðið um meira fyrir peninginn. Þetta er bara ótrúleg tilfinning."

En ætlar Arnar ekki að hafa stjórn á öllum ungu leikmönnunum í fagnaðarlátum kvöldsins? „Nei. Nú verður allt vitlaust bara. Menn mega alveg vera hauslausir í kvöld. Það er bara svoleiðis. Nú verður fagnað í Kópavoginum," sagði Arnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×