Innlent

Varað við óveðri á Hellisheiði

Vegagerðin varar vegfarendur við óveðri á Hellisheiði. Hálka og éljagangur er í Þrengslum og hálkublettir á Sandskeiði og mörgum öðrum leiðum á Suðurlandi.

Á Vesturlandi og Norðurlandi vestra eru vegir greiðfærir fyrir utan hálkubletti á fjallvegum og krapasnjór með ströndinni. Á Vestfjörðum er hálka, hálkublettir og snjóþekja á flestum leiður.

Hálka og skafrenningur er á Möðrudalsöræfum. Hálka á Fjarðarheiði, snjóþekja og snjókoma á Oddskarði og snjóþekja á öðrum leiðum.

Á Suðausturlandi eru vegir víðast hvar auðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×