Innlent

Krufning liggur fyrir - lést af slysförum

Frá vettvangi. Mynd/Kristján
Frá vettvangi. Mynd/Kristján
Karlmaðurinn sem fannst látinn í Reykjavíkurhöfn sunnudaginn 13. september lést af slysförum og tengist andlát hans ekki saknæmu athæfi, að sögn lögreglu. Krufning leiddi í ljós að maðurinn drukknaði. Engin vitni voru að slysinu.

Ekki fundust nein skilríki á manningum en erfiðlega gekk að bera kennsl á hann. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu fæddist maðurinn í Póllandi árið 1976. Hann hafði dvalið hér á landi í nokkrar vikur. Að lokinni krufningu var lík mannsins flutt til aðstandenda hans í Póllandi þar sem maðurinn var jarðaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×