Innlent

Með sex þúsund e-töflur í niðursuðudósum

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands.

Hæstiréttur Íslands staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð yfir pólskum karlmanni á þrítugsaldri en hann var handtekinn fyrir að reyna að smygla til landsins ásamt öðrum manni tæplega 6000 þúsund e-töflum.

Maðurinn var handtekinn þegar hann kom með flugi frá Varsjá aðfaranótt 12. september. Sjálfur var hann með 2.647 töflur en þær hafði hann falið í niðursuðudós.

Á sama tíma var annað maður handtekinn sem er fæddur 1982 og af sama þjóðerni. Hann var einnig með e-töflur faldar í niðursuðudós eða 3.348 töflur. Mennirnir komu með sama flugi og eru taldir tengjast.

Rannsókn þessa máls er á frumstigi. Meðal þess sem lögreglan rannsakar er aðdragandi ferðar mannsins til landsins og tengsl hans við hugsanlega vitorðsmenn á Íslandi eða erlendis.

Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 2. október.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×