Lífið

Atli semur tónlist við svarta dauða

Í góðum málum Atli Örvarsson virðist hafa komið ár sinni vel fyrir borð í Hollywood en hann semur tónlistina við nýjustu kvikmynd Nicolas Cage.
Í góðum málum Atli Örvarsson virðist hafa komið ár sinni vel fyrir borð í Hollywood en hann semur tónlistina við nýjustu kvikmynd Nicolas Cage.

Enn heldur Atli Örvarsson, tónskáldið í Los Angeles, áfram að bæta á sig blómum. Nú hefur verið tilkynnt að hann semji tónlistina við nýjustu kvikmynd bandaríska stórleikarans Nicolas Cage, Season of the Witch. Auk hans er Íslandsvinurinn Ron Perlman í stóru hlutverki og hin unga Claire Foy en ráðgert er að myndin verði frumsýnd 2010.

Handritið að myndinni þykir vera ansi safaríkt en Cage hefur átt erfitt uppdráttar að undanförnu eftir að tvíleikurinn um fornleifafræðinginn Ben Gates í National Treasure fékk fremur dræmar viðtökur. Season of the Witch segir frá riddara sem er fenginn til að flytja grunaða norn á leynilegan stað en hún er grunuð um að hafa komið af stað svarta dauða sem lagði Evrópu nánast í rúst.

Leikstjóri er Dominic Sena, sem á að baki hinar misjöfnu kvikmyndir Swordfish og Gone in Sixty Seconds.

- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.