Umfjöllun: Blikar gerðu út um leikinn á átta mínútna kafla í fyrri hálfleik Ómar Þorgeirsson skrifar 31. ágúst 2009 22:15 Frá leik Breiðabliks og Stjörnunnar fyrr í sumar. Mynd/Arnþór Breiðablik hélt uppteknum hætti í Pepsi-deild karla í kvöld með 1-3 sigri gegn Stjörnunni á Stjörnuvellinum í Garðabæ. Öll mörk Blika komu á átta mínútna kafla í lok fyrri hálfleiks en strákarnir hans Ólafs Kristjánssonar hafa nú halað inn þrettán stigum í síðustu fimm leikjum sínum í deildinni. Blikar byrjuðu leikinn af miklum krafti á Stjörnuvellinum í kvöld og strax á 4. mínútu áttu þeir efnilega sókn þegar Andri Rafn Yeoman átti sendingu fyrir markið á Alfreð Finnbogason sem átti skot í slá úr ákjósanlega færi. Alfreð átti þó heldur betur eftir að koma meira við sögu síðar í leiknum. Gestirnir voru að spila boltanum betur sín á milli og koma sér í hættulegri færi heldur en heimamenn sem virkuðu þungir á sér og sóknaraðgerðir þeirra voru ómarkvissar. Það var hins vegar ekki fyrr en á 36. mínútu þegar flóðgáttir opnuðust. Fyrirliðinn Kári Ársælsson, sem steig vart feilspor í leiknum, kom Breiðabliki þá yfir með góðu skallamarki eftir hornspyrnu Kristins Steindórssonar. Þá var komið að markahróknum Alfreð sem tók sig til og bætti við öðru marki fyrir Blika fimm mínútum síðar með hnitmiðuðu skoti upp í markhornið fjær, óverjandi fyrir Bjarna Þórð Halldórsson í marki Stjörnunnar. Alfreð var svo aftur á ferðinni stuttu síðar þegar hann nikkaði boltanum framhjá Bjarna Þórði og skoraði þriðja mark Blika og þar við sat í hálfleik. Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, gerði tvær breytingar á liði sínu í hálfleik og það skilaði sínu því allt annað var að sjá til leiks Stjörnumanna eftir fremur dapran fyrri hálfleik. Stjörnumenn pressuðu stíft að marki Blika en gestirnir voru fastir fyrir og það var ekki fyrr en á 74. mínútu að Tryggvi Sveinn Bjarnason náði að minnka muninn eftir klafs í vítateig Blika. Liðin skiptust svo á að sækja á lokakaflanum en hvorugu liðinu tókst að skora og sigur Breiðabliks var í raun aldrei í hættu. Breiðablik skaust upp að hlið Fram í fimmta sæti deildarinnar með sigrinum en bæði lið eru með 28 stig eftir 19 leiki en Framarar eru með hagstæðari markatölu. Stjarnan er aftur á móti áfram í sjöunda sæti deildarinnar með 24 stig eftir 19 leiki og hefur nú tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum í deildinni og gert eitt jafntefli. Tölfræðin: Stjarnan-Breiðablik 1-3 0-1 Kári Ársælsson (36.) 0-2 Alfreð Finnbogason (41.) 0-3 Alfreð Finnbogason (43.) 1-3 Tryggvi Sveinn Bjarnason (74.) Stjörnuvöllur, áhorfendur 838 Dómari: Örvar Sær Gíslason (7) Skot (á mark): 13-12 (7-7) Varin skot: Bjarni Þórður 3 - Ingvar Þór 6 Horn: 5-4 Aukaspyrnur fengnar: 18-13 Rangstöður: 1-5Stjarnan (4-5-1) Bjarni Þórður Halldórsson 6 Bjarki Páll Eysteinsson 4 Tryggvi Sveinn Bjarnason 7 Daníel Laxdal 6 Hafþór Rúnar Helgason 3 (46., Baldvin Sturluson 6) Jóhann Laxdal 7 Björn Pálsson 5 Heiðar Atli Emilsson 4 (87., Magnús Björgvinsson -) Andri Sigurjónsson 4 Halldór Orri Björnsson 6 Alfreð Elías Jóhannsson 3 (46., Þorvaldur Árnason 6)Breiðablik (4-5-1) Ingvar Þór Kale 7 Árni Kristinn Gunnarsson 6*Kári Ársælsson 8 - maður leiksins Elfar Freyr Helgason 7 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 5 (24., Guðmann Þórisson 7) Alfreð Finnbogason 8 (89., Haukur Baldvinsson -) Guðmundur Kristjánsson 6 Andri Rafn Yeoman 6 Finnur Orri Margeirsson 6 Kristinn Steindórsson 7 (61., Olgeir Sigurgeirsson 6) Guðmundur Pétursson 7 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Stjarnan - Breiðablik. Leikurinn hófst klukkan 18.00 en hægt var að fylgjast með öllum leikjunum kvöldsins samtímis á Miðstöð Boltavaktarinnar, www.visir.is/boltavakt. Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Breiðablik hélt uppteknum hætti í Pepsi-deild karla í kvöld með 1-3 sigri gegn Stjörnunni á Stjörnuvellinum í Garðabæ. Öll mörk Blika komu á átta mínútna kafla í lok fyrri hálfleiks en strákarnir hans Ólafs Kristjánssonar hafa nú halað inn þrettán stigum í síðustu fimm leikjum sínum í deildinni. Blikar byrjuðu leikinn af miklum krafti á Stjörnuvellinum í kvöld og strax á 4. mínútu áttu þeir efnilega sókn þegar Andri Rafn Yeoman átti sendingu fyrir markið á Alfreð Finnbogason sem átti skot í slá úr ákjósanlega færi. Alfreð átti þó heldur betur eftir að koma meira við sögu síðar í leiknum. Gestirnir voru að spila boltanum betur sín á milli og koma sér í hættulegri færi heldur en heimamenn sem virkuðu þungir á sér og sóknaraðgerðir þeirra voru ómarkvissar. Það var hins vegar ekki fyrr en á 36. mínútu þegar flóðgáttir opnuðust. Fyrirliðinn Kári Ársælsson, sem steig vart feilspor í leiknum, kom Breiðabliki þá yfir með góðu skallamarki eftir hornspyrnu Kristins Steindórssonar. Þá var komið að markahróknum Alfreð sem tók sig til og bætti við öðru marki fyrir Blika fimm mínútum síðar með hnitmiðuðu skoti upp í markhornið fjær, óverjandi fyrir Bjarna Þórð Halldórsson í marki Stjörnunnar. Alfreð var svo aftur á ferðinni stuttu síðar þegar hann nikkaði boltanum framhjá Bjarna Þórði og skoraði þriðja mark Blika og þar við sat í hálfleik. Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, gerði tvær breytingar á liði sínu í hálfleik og það skilaði sínu því allt annað var að sjá til leiks Stjörnumanna eftir fremur dapran fyrri hálfleik. Stjörnumenn pressuðu stíft að marki Blika en gestirnir voru fastir fyrir og það var ekki fyrr en á 74. mínútu að Tryggvi Sveinn Bjarnason náði að minnka muninn eftir klafs í vítateig Blika. Liðin skiptust svo á að sækja á lokakaflanum en hvorugu liðinu tókst að skora og sigur Breiðabliks var í raun aldrei í hættu. Breiðablik skaust upp að hlið Fram í fimmta sæti deildarinnar með sigrinum en bæði lið eru með 28 stig eftir 19 leiki en Framarar eru með hagstæðari markatölu. Stjarnan er aftur á móti áfram í sjöunda sæti deildarinnar með 24 stig eftir 19 leiki og hefur nú tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum í deildinni og gert eitt jafntefli. Tölfræðin: Stjarnan-Breiðablik 1-3 0-1 Kári Ársælsson (36.) 0-2 Alfreð Finnbogason (41.) 0-3 Alfreð Finnbogason (43.) 1-3 Tryggvi Sveinn Bjarnason (74.) Stjörnuvöllur, áhorfendur 838 Dómari: Örvar Sær Gíslason (7) Skot (á mark): 13-12 (7-7) Varin skot: Bjarni Þórður 3 - Ingvar Þór 6 Horn: 5-4 Aukaspyrnur fengnar: 18-13 Rangstöður: 1-5Stjarnan (4-5-1) Bjarni Þórður Halldórsson 6 Bjarki Páll Eysteinsson 4 Tryggvi Sveinn Bjarnason 7 Daníel Laxdal 6 Hafþór Rúnar Helgason 3 (46., Baldvin Sturluson 6) Jóhann Laxdal 7 Björn Pálsson 5 Heiðar Atli Emilsson 4 (87., Magnús Björgvinsson -) Andri Sigurjónsson 4 Halldór Orri Björnsson 6 Alfreð Elías Jóhannsson 3 (46., Þorvaldur Árnason 6)Breiðablik (4-5-1) Ingvar Þór Kale 7 Árni Kristinn Gunnarsson 6*Kári Ársælsson 8 - maður leiksins Elfar Freyr Helgason 7 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 5 (24., Guðmann Þórisson 7) Alfreð Finnbogason 8 (89., Haukur Baldvinsson -) Guðmundur Kristjánsson 6 Andri Rafn Yeoman 6 Finnur Orri Margeirsson 6 Kristinn Steindórsson 7 (61., Olgeir Sigurgeirsson 6) Guðmundur Pétursson 7 Smelltu hér til að opna Boltavaktina og lesa lýsingu leiksins: Stjarnan - Breiðablik. Leikurinn hófst klukkan 18.00 en hægt var að fylgjast með öllum leikjunum kvöldsins samtímis á Miðstöð Boltavaktarinnar, www.visir.is/boltavakt. Þá er einnig hægt að nálgast Boltavaktina í Vodafone Live! farsímaþjónustunni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki