Innlent

Mikið fjallað um stjórnarslitin í erlendum fjölmiðlum

Allir helstu fjölmiðlar Norðurlandanna fjalla um stjórnarslitin á Íslandi á vefsíðum sínum þessa stundina sem og fjölmiðlar víða í Evrópu. Það sem er sameiginlegur þráður í umfjölluninni er að fjármálakreppan hafi fellt ríkisstjórn Íslands.

Til sögunnar eru nefnd mikil mótmæli almennings á Íslandi gegn stjórnvöldum og það að samstarf stjórnarflokkanna hafi orðið æ stirðara á síðustu dögum og vikum.

Berlinske Tidende nefnir svo tvennt til viðbótar þessu. Annarsvegar að stjórnin hafi verið klofin í aðstöðu sinni til Evrópuaðildar og framtíðar Davíðs Oddsonar sem seðlabankastjóra. „Margt bendir til að hið afgerandi við stjórnarslitin hafi verið framtíð Davíðs Oddssonar," segir í Berlinske

Þá telur blaðið að verið sé að mynda minnihlutastjórn Samfylkingar og VG með stuðningi Framsóknarflokksins.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×