Lífið

Kærasta Mel Gibson neitar að tjá sig

Rússneska söngkonan Oksana Pochepa hefur neitað að tjá sig um samband sitt við stórstjörnuna Mel Gibson. Nýverið var haft eftir henni í fjölmiðlum að hún ætti í ástarsambandi við leikarann.

Eiginkona Mel, Robyn Gibson, hefur farið fram á skilnað eftir 28 ára hjónaband. Hún fer fram á að Mel greiði henni 500 milljón dali eða rúmlega 64 milljarða króna.

Talið er að lögfræðingar Gibson hafi krafist þess að Pochepa tjái sig ekki við fjölmiðla um samband sitt við leikarann. Hún segist nú ekki ætla að ræða sambandið fyrr en gengið hefur verið frá skilnaði þeirra hjóna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.