Innlent

Tuttugu og fjórir prestar styðja ákvörðun Biskups

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tuttugu og fjórir prestar undirrita grein sem skrifuð er í Fréttablaðið í dag til stuðnings ákvörðunar Biskups Íslands um að færa sr. Gunnar Björnsson, fyrrverandi sóknarprest á Selfossi, til í starfi. Gunnar var sem kunnugt er sakaður um kynferðisbrot gagnvart nokkrum sóknarbörnum en sýknaður af ákærunni.

Prestarnir 24 segja að ógerningur sé að líta framhjá þeim starfsreglum sem kirkjan hafi sjálf sett sér. Það væri ekki síður fordæmisgefandi ef Þjóðkirkjan hefði að engu starfsreglur sem Kirkjuþing hafi samþykkt, sem æðsta vald í málefnum Þjóðkirkjunnar innan lögmæltra marka. Segja prestarinir að sú ákvörðun að færa sóknarprestinn til í embætti sé að þeirra mati óumflýjanleg. Hún sé einnig í samræmi við þá ályktun sem samþykkt var samhljóða á Prestastefnu í apríl 2009 þar sem Biskup Íslands var hvattur til að nýta þær leiðir sem hann hefur til lausnar í málefnum Selfosssafnaðar.

Áður hefur verið greint frá því að 10 prestar hafi skrifað Biskupi bréf þar sem lýst er stuðningi við sr. Gunnar Björnsson.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×