Enski boltinn

Redknapp þekkti ekki nöfn allra ungu mannanna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Redknapp hugsar bara um leikinn á sunnudag.
Redknapp hugsar bara um leikinn á sunnudag.

Harry Redknapp, stjóri Spurs, hvíldi marga lykilmenn þegar Tottenham féll út úr UEFA-bikarnum í gær eftir 1-1 jafntefli gegn Shaktar Donetsk. Hann varði þá ákvörðun sína eftir leikinn.

„Við hverja erum við að fara að spila á sunnudag? Ég hlýt að vera í röngum leik ef ég vel aðalliðið mitt þrem dögum fyrir úrslitaleik í bikar," sagði Redknapp en Spurs mætir Man. Utd í úrslitum deildarbikarsins á sunnudag.

Redknapp var þrátt fyrir það sáttur við frammistöðu ungu mannanna og þá sérstaklega með frammistöðu hins 18 ára Jonathan Obika en Redknapp vissi ekki einu sinni hvað hann hét fyrir leikinn.

„Hann var kátur með allt fyrir utan að ég kallaði hann John Ukata. Hann stóð sig vel strákurinn," sagði Redknapp.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×