Vinnur fyrstu plötu sína í kapphlaupi við dauðann 29. apríl 2009 05:30 Hallvarður greindist með illkynja heilaæxli um páska og notar alla sína orku í að ganga frá sólóplötu sinni – kveðja til ástvina. „Ég hélt ég hefði allan tíma í heimi. Allt lífið. Og hef það náttúrulega,“ segir Hallvarður Þórsson tónlistarmaður með meiru og bregður fyrir sig gráglettni. Hallvarður Þórsson vinnur að sinni fyrstu sólóplötu í kapphlaupi við sjálfan dauðann. „Ég greindist fyrir tveimur vikum með illkynja „aggressívan“ krabba í miðjum heila. Hann er 4. stigs, eða á lokastigi. Læknarnir segja að ég eigi þrjár til sex vikur. Kannski meira. Ég er opinn fyrir kraftaverki. Horfurnar eru óvissar og þetta veltur á ýmsu. Og svo er ómögulegt að segja um guðlegt inngrip,“ segir Hallvarður sem er 46 ára. Hallvarður flutti til Bandaríkjanna um aldamótin og hefur búið á Washington-svæðinu allar götur síðan. Í Bandaríkjunum fann hann ástina og giftist Hope Henry Thorsson árið 2002. Hann á tvö börn og tvö stjúpbörn. „Ég fór á milli Íslands og Bandaríkjanna um tíma. Ég þurfti að flytja frá Íslandi. Mér gekk illa þar og vildi koma fjölskyldu minni og málum í horf. Skipuleggja líf mitt upp á nýtt. Koma verkefnum af stað og byrja að blómstra,“ segir Hallvarður. Hann stofnaði útgáfufyrirtækið Brave World Production Inc. og er formaður þess fyrirtækis. Undanfarin ár hefur Hallvarður að mestu starfað sem sölumaður hjá verktakafyrirtækjum í Bandaríkjunum. „Já, selt þjónustu sem tengist „home improvements“ sem er stór iðnaður hér. Vanti þig nýtt þak á húsið, sólpall, glugga, verönd, „waterproofing system“ eða eitthvað annað er náungi eins og ég sendur á svæðið til að fara yfir hvað þarf að gera, hanna og ganga frá samningi um framkvæmd verksins.“ En líf hans og yndi er tónlistin og ljóðlist. „Tónlistin, ljóðin og list mín er líf mitt. Ég hef alltaf gert ráð fyrir miklum tíma hér á jörðinni til að sinna því. Ég hef haft ólíkan metnað varðandi félagslega viðurkenningu en ýmsir samferðamenn mínir. En ég er með mína fyrstu plötu í smíðum núna. Ég gaf nýlega út „single“ með tveimur lögum, „The Night“ og „The Feast of Ecstasy“ auk þriggja ljóða, „The Lake“, „Rainbow, part one, RED“ og „Penthouse“. Brave World Pro-duction hefur ekki gengið frá samningum um útgáfu á þessu né öðru efni við nokkurt fyrirtæki þegar þetta er sagt,“ segir Hallvarður. Sem er eðlilega slappur og orkulaus veikindanna vegna en dregur hvergi af sér og eyðir ekki miklum tíma í svefn. Hallvarður er í kapphlaupi. En stendur ekki einn. Náinn samstarfsmaður hans í tónlist frá upphafi og meðhöfundur sumra verkanna er Einar Kr. Pálsson. Gunnlaugur Briem er trommari bandsins og Kristján Einarsson verkfræðingur var fyrsti umboðsmaður Hallvarðs og hefur verið inni í myndinni frá upphafi. „Sem skáld er við hæfi að ég yfirgefi þetta líf í það næsta og kveðji með verkum mínum. Gangi frá ljóðunum áður en þetta heilaæxli, sem greindist á páskadag 12. apríl, tekur mig frá vinum mínum og fjölskyldu. Tónlistin er tileinkuð öllum sem hafa haft áhrif á mig og snert líf mitt. „You don"t see me crying“ þegar ég geng frá þessum lögum og læt með því þá vita sem ég elska að ég er að fara í ferðalag.“ jakob@frettabladid.is Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fleiri fréttir Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Sjá meira
„Ég hélt ég hefði allan tíma í heimi. Allt lífið. Og hef það náttúrulega,“ segir Hallvarður Þórsson tónlistarmaður með meiru og bregður fyrir sig gráglettni. Hallvarður Þórsson vinnur að sinni fyrstu sólóplötu í kapphlaupi við sjálfan dauðann. „Ég greindist fyrir tveimur vikum með illkynja „aggressívan“ krabba í miðjum heila. Hann er 4. stigs, eða á lokastigi. Læknarnir segja að ég eigi þrjár til sex vikur. Kannski meira. Ég er opinn fyrir kraftaverki. Horfurnar eru óvissar og þetta veltur á ýmsu. Og svo er ómögulegt að segja um guðlegt inngrip,“ segir Hallvarður sem er 46 ára. Hallvarður flutti til Bandaríkjanna um aldamótin og hefur búið á Washington-svæðinu allar götur síðan. Í Bandaríkjunum fann hann ástina og giftist Hope Henry Thorsson árið 2002. Hann á tvö börn og tvö stjúpbörn. „Ég fór á milli Íslands og Bandaríkjanna um tíma. Ég þurfti að flytja frá Íslandi. Mér gekk illa þar og vildi koma fjölskyldu minni og málum í horf. Skipuleggja líf mitt upp á nýtt. Koma verkefnum af stað og byrja að blómstra,“ segir Hallvarður. Hann stofnaði útgáfufyrirtækið Brave World Production Inc. og er formaður þess fyrirtækis. Undanfarin ár hefur Hallvarður að mestu starfað sem sölumaður hjá verktakafyrirtækjum í Bandaríkjunum. „Já, selt þjónustu sem tengist „home improvements“ sem er stór iðnaður hér. Vanti þig nýtt þak á húsið, sólpall, glugga, verönd, „waterproofing system“ eða eitthvað annað er náungi eins og ég sendur á svæðið til að fara yfir hvað þarf að gera, hanna og ganga frá samningi um framkvæmd verksins.“ En líf hans og yndi er tónlistin og ljóðlist. „Tónlistin, ljóðin og list mín er líf mitt. Ég hef alltaf gert ráð fyrir miklum tíma hér á jörðinni til að sinna því. Ég hef haft ólíkan metnað varðandi félagslega viðurkenningu en ýmsir samferðamenn mínir. En ég er með mína fyrstu plötu í smíðum núna. Ég gaf nýlega út „single“ með tveimur lögum, „The Night“ og „The Feast of Ecstasy“ auk þriggja ljóða, „The Lake“, „Rainbow, part one, RED“ og „Penthouse“. Brave World Pro-duction hefur ekki gengið frá samningum um útgáfu á þessu né öðru efni við nokkurt fyrirtæki þegar þetta er sagt,“ segir Hallvarður. Sem er eðlilega slappur og orkulaus veikindanna vegna en dregur hvergi af sér og eyðir ekki miklum tíma í svefn. Hallvarður er í kapphlaupi. En stendur ekki einn. Náinn samstarfsmaður hans í tónlist frá upphafi og meðhöfundur sumra verkanna er Einar Kr. Pálsson. Gunnlaugur Briem er trommari bandsins og Kristján Einarsson verkfræðingur var fyrsti umboðsmaður Hallvarðs og hefur verið inni í myndinni frá upphafi. „Sem skáld er við hæfi að ég yfirgefi þetta líf í það næsta og kveðji með verkum mínum. Gangi frá ljóðunum áður en þetta heilaæxli, sem greindist á páskadag 12. apríl, tekur mig frá vinum mínum og fjölskyldu. Tónlistin er tileinkuð öllum sem hafa haft áhrif á mig og snert líf mitt. „You don"t see me crying“ þegar ég geng frá þessum lögum og læt með því þá vita sem ég elska að ég er að fara í ferðalag.“ jakob@frettabladid.is
Mest lesið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fleiri fréttir Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Sjá meira