Innlent

Safna fyrir mæðrastyrksnefnd

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Erla Ósk Ásgeirsdóttir er verkefnisstjóri söfnunarinnar. Mynd/ Arnþór.
Erla Ósk Ásgeirsdóttir er verkefnisstjóri söfnunarinnar. Mynd/ Arnþór.
Sjálfstæðiskonur um land allt hafa tekið höndum saman og efna til söfnunar fyrir Mæðrastyrksnefndir. Söfnunin, Tökum höndum saman - styðjum barnafjölskyldur í vanda, hefst í dag til 20. desember 2009.Í tilkynningu frá sjálfstæðiskonum kemur fram að allur ágóði söfnunarinnar renni óskiptur til Mæðrastyrksnefnda í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, á Akranesi og á Akureyri. Nefndirnar muni nýta ágóðan til að styðja barnafjölskyldur í vanda á Íslandi. Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur úthluti um land allt, en prestar geti haft milligöngu í þeim sveitarfélögum þar sem ekki sé starfandi Mæðrastyrksnefnd.Það er Erla Ósk Ásgeirsdóttir, varaþingkona Sjálfstæðisflokksins, sem er verkefnisstjóri söfnunarinnar.Tengd skjölAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.