Fótbolti

Eiður vill spila aftur með PSV

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen í leik með Barcelona.
Eiður Smári Guðjohnsen í leik með Barcelona. Nordic Photos / Getty Images
Eiður Smári Guðjohnsen segir vel geta hugsað sér að spila með PSV Eindhoven í Hollando á nýjan leik áður en ferli hans lýkur.

Eiður hóf atvinnumannaferil sinn þar árið 1994 en var ekki í nema tvö ár þar þar sem hann meiddist illa í leik með ungmennalandsliði Íslands eins og frægt er.

„Ég myndi gjarnan vilja spila þar aftur. Mér finnst þetta virkilega gott félag og það var komið vel fram við mig þar," sagði Eiður í samtali við fréttamann Goal.com.

„Ég á líka slæmar minningar þaðan vegna meiðslanna en ég lærði mikið hjá félaginu."

„En ég vil ekki fara þangað núna þar sem ég er nú leikmaður Barcelona. Hér vil ég vera áfram og vinna titla."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×