Lífið

Segir flugið vera í Sullenberger-blóðinu

Jón Gerald Sullenberger
Jón Gerald Sullenberger

Jón Gerald Sullenberger er að láta kanna fyrir sig hvort Chesley Sullenberger flugstjórinn sem nauðlenti flugvélinn í Hudson flóa við New York í gær sé frændi sinn. Hann segir að flugið sé í Sullenberger-blóðinu en sonur Jóns Geralds byrjaði að fljúga 14 ára gamall.

„Ég er að láta kanna þetta fyrir mig en Sullenberger nafnið kemur frá Lancaster í Pennsylvaniu þar sem faðir minn Gerald E Sullenberger er fæddur," segir Sullenberg í svari sem hann sendi Vísi við spurningum tengdum flugmanninum.

Litið er á Chesley Sullenberger sem þjóðhetju í Bandaríkjunum eftir að hann nauðlenti flugvél U.S. Airways af gerðinni Airbus A320 með 148 farþega og sex manna áhöfn innanborðs á Hudson-ánni við New York í gærkvöldi. Allir sem voru um borð komust af.

„Ég get allavega sagt að flugið er í Sullenberger-blóðinu því sonur okkar Símon Gerald Sullenberger byrjaði að fljúga 14 ára gamall og var kominn með Solo 16 ára. Nú stefnir hann á að verða flugmaður hjá US Coastguard sem þyrluflugmaður."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.