Íslenski boltinn

Völsungur og KV upp í 2. deild

Ómar Þorgeirsson skrifar

Í kvöld varð ljóst að Völsungur frá Húsavík og KV eða Knattspyrnufélag Vesturbæjar munu leika í 2. deild næsta sumar.

Völsungur vann 5-2 sigur gegn Hvíta riddaranum á Húsvíkurvelli í seinni umspilsleik liðanna í úrslitakeppni 3. deildar en fyrri leikurinn fór 1-1 og vann Völsungur því einvígið samanlagt 6-3.

KV vann Ými úr Kópavogi 2-0 á KR-vellinum í kvöld og einvígið samanlagt 2-1.

Úrslitaleikur Völsungs og KV fer fram á laugardaginn næstkomandi.

Úrslit kvöldsins og markaskorarar (heimild: Fótbolti.net)

Völsungur 5 - 2 Hvíti Riddarinn

1-0 Elfar Árni Aðalsteinsson

2-0 Elfar Árni Aðalsteinsson

3-0 Hermann Aðalgeirsson

3-1 Sindri Már Kolbeinsson

4-1 Elfar Árni Aðalsteinsson

5-1 Elfar Árni Aðalsteinsson

5-2 Arnór Þrastarson

Rautt spjald: Guðmundur Kristinn Pálsson, Hvíta Riddaranum ('30)

KV 2-0 Ýmir

1-0 Magnús Bernhard Gíslason

2-0 Steindór Oddur Ellertsson
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.