Íslenski boltinn

Völsungur og KV upp í 2. deild

Ómar Þorgeirsson skrifar

Í kvöld varð ljóst að Völsungur frá Húsavík og KV eða Knattspyrnufélag Vesturbæjar munu leika í 2. deild næsta sumar.

Völsungur vann 5-2 sigur gegn Hvíta riddaranum á Húsvíkurvelli í seinni umspilsleik liðanna í úrslitakeppni 3. deildar en fyrri leikurinn fór 1-1 og vann Völsungur því einvígið samanlagt 6-3.

KV vann Ými úr Kópavogi 2-0 á KR-vellinum í kvöld og einvígið samanlagt 2-1.

Úrslitaleikur Völsungs og KV fer fram á laugardaginn næstkomandi.Úrslit kvöldsins og markaskorarar (heimild: Fótbolti.net)Völsungur 5 - 2 Hvíti Riddarinn

1-0 Elfar Árni Aðalsteinsson

2-0 Elfar Árni Aðalsteinsson

3-0 Hermann Aðalgeirsson

3-1 Sindri Már Kolbeinsson

4-1 Elfar Árni Aðalsteinsson

5-1 Elfar Árni Aðalsteinsson

5-2 Arnór Þrastarson

Rautt spjald: Guðmundur Kristinn Pálsson, Hvíta Riddaranum ('30)KV 2-0 Ýmir

1-0 Magnús Bernhard Gíslason

2-0 Steindór Oddur Ellertsson

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.