Erlent

Breskir lögreglumenn aftur einir á göngu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Yfirstjórn bresku lögreglunnar hyggst á ný taka upp það fyrirkomulag að lögreglumenn á gönguvakt séu einir á ferð en ekki tveir og tveir saman. Það þyki hentugra, bæði með tillti til þess að löggæslan verður víðfeðmari og þess að almenningur er talinn eiga auðveldara með að nálgast lögreglumann sem er einn og eiga samskipti við hann. Síðastliðna tvo áratugi hafa lögreglumenn verið tveir og tveir saman á göngu og hafa kannanir sýnt að almenningur telur það hafa dregið úr löggæslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×