Enski boltinn

Félagaskiptaglugginn opinn lengur?

Robbie Keane er umtalaðasti leikmaðurinn í slúðrinu í dag
Robbie Keane er umtalaðasti leikmaðurinn í slúðrinu í dag NordicPhotos/GettyImages

Talsmaður ensku úrvalsdeildarinnar segir ekki útilokað að félagaskiptaglugginn á Englandi verði opinn lengur en til 17 í dag vegna veðurs og ófærðar þar í landi.

Til greina kemur að lengja frestinn þar sem fulltrúum leikmanna og félaga hefur gengið illa að komast leiðar sinnar eftir að snjóaði hressilega á Englandi.

Ef framlengja á frestinn verða enska knattspyrnusambandið, Alþjóða knattspyrnusambandið og enska úrvalsdeildin öll að gefa grænt ljós á gjörninginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×