Enski boltinn

Bosingwa ekki refsað

Elvar Geir Magnússon skrifar

Enska knattspyrnusambandið hefur tilkynnt að það ætli ekki að refsa Jose Bosingwa, bakverði Chelsea, fyrir atvik sem átti sér stað í leik gegn Liverpool í gær.

Bosingwa setti þá takkana í bakið á Yossi Benayoun þegar leikmenn Liverpool voru að tefja undir lok leiksins. Hann hefur beðist afsökunar en dómarinn Mike Riley sá ekki atvikið.

Þetta eru gleðitíðindi fyrir Chelsea en félagið bíður nú eftir niðurstöðu úr áfrýjun sinni vegna brottvísunar Frank Lampard í sama leik.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×