Fólk í kröggum fær sparnað greiddan út 2. febrúar 2009 03:00 Nýmynduð ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hyggst setja lög um séreignarsparnað svo sjóðsfélagar sem komnir eru í fjárhagskröggur geti fengið fyrirgreiðslu úr honum tímabundið til þess að borga skuldir sínar. Í verkefnaskrá hennar sem kynnt var í gær segir: „Sett verða lög um séreignarsparnað sem veita sjóðsfélögum tímabundna heimild til fyrirframgreiðslu úr séreignarsjóðum til að mæta brýnum fjárhagsvanda." „Það hringdi í mig kona norðan úr landi, atvinnulaus með þrjú börn, sem á talsverða peninga inni á svona reikningi en á í miklum erfiðleikum með að ná endum saman í dag. Orð hennar duga mér eiginlega sem rök, því hún sagðist heldur vilja að börnin sín fái að borða í vetur en að hún eigi einhvern sparnað þegar hún kemst á elliárin. Það er kannski einfalda röksemdafærslan í þessu," segir Steingrímur J. Sigfússon, nýr fjármála-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hann segir ekki tímabært að lýsa mögulegum framkvæmdaleiðum nákvæmlega. „Hugsanlegar leiðir verða að sjálfsögðu ræddar við sjóðina áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Ætlunin er ekki að galopna þessa sjóði heldur að skoða hvernig þetta geti orðið fólki í knýjandi þörf til bjargar. Bæði er hægt að hugsa sér að þetta verði almennar reglur með tilteknum takmörkunum og líka að staða fólks verði skilgreind í þessu tilliti," segir Steingrímur. „Ég var með frumvarp í smíðum sem kvað á um það sama og hefði verið kynnt fyrir ríkisstjórninni á þriðjudag í síðustu viku hefði hún fundað þá," segir Árni Mathiesen, fráfarandi fjármálaráðherra. Hann segir þó ákveðna hættu geta falist í þessari leið. „Sérstaklega fyrir minni sjóðina sem ekki hafa mikið lausafé," útskýrir hann. „Þeir gætu þá hugsanlega þurft að selja það sem er auðseljanlegast úr skuldabréfasafninu til að greiða út og þá sætu eftir bréf sem eru ekki jafn mikils virði. Þá gætu þeir sem ættu eftir í sjóðnum setið uppi með slakari eign." Hann segist ekki sjá á verkefnaskrá nýrrar ríkisstjórnar af hverju Samfylkingin hefði þurft að slíta samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn því á skránni séu meira og minna sömu mál og sami andi og unnið var eftir í síðustu ríkisstjórn.- jse,kg Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Nýmynduð ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hyggst setja lög um séreignarsparnað svo sjóðsfélagar sem komnir eru í fjárhagskröggur geti fengið fyrirgreiðslu úr honum tímabundið til þess að borga skuldir sínar. Í verkefnaskrá hennar sem kynnt var í gær segir: „Sett verða lög um séreignarsparnað sem veita sjóðsfélögum tímabundna heimild til fyrirframgreiðslu úr séreignarsjóðum til að mæta brýnum fjárhagsvanda." „Það hringdi í mig kona norðan úr landi, atvinnulaus með þrjú börn, sem á talsverða peninga inni á svona reikningi en á í miklum erfiðleikum með að ná endum saman í dag. Orð hennar duga mér eiginlega sem rök, því hún sagðist heldur vilja að börnin sín fái að borða í vetur en að hún eigi einhvern sparnað þegar hún kemst á elliárin. Það er kannski einfalda röksemdafærslan í þessu," segir Steingrímur J. Sigfússon, nýr fjármála-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hann segir ekki tímabært að lýsa mögulegum framkvæmdaleiðum nákvæmlega. „Hugsanlegar leiðir verða að sjálfsögðu ræddar við sjóðina áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Ætlunin er ekki að galopna þessa sjóði heldur að skoða hvernig þetta geti orðið fólki í knýjandi þörf til bjargar. Bæði er hægt að hugsa sér að þetta verði almennar reglur með tilteknum takmörkunum og líka að staða fólks verði skilgreind í þessu tilliti," segir Steingrímur. „Ég var með frumvarp í smíðum sem kvað á um það sama og hefði verið kynnt fyrir ríkisstjórninni á þriðjudag í síðustu viku hefði hún fundað þá," segir Árni Mathiesen, fráfarandi fjármálaráðherra. Hann segir þó ákveðna hættu geta falist í þessari leið. „Sérstaklega fyrir minni sjóðina sem ekki hafa mikið lausafé," útskýrir hann. „Þeir gætu þá hugsanlega þurft að selja það sem er auðseljanlegast úr skuldabréfasafninu til að greiða út og þá sætu eftir bréf sem eru ekki jafn mikils virði. Þá gætu þeir sem ættu eftir í sjóðnum setið uppi með slakari eign." Hann segist ekki sjá á verkefnaskrá nýrrar ríkisstjórnar af hverju Samfylkingin hefði þurft að slíta samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn því á skránni séu meira og minna sömu mál og sami andi og unnið var eftir í síðustu ríkisstjórn.- jse,kg
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira