Enski boltinn

West Brom fær tvo leikmenn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mulumbu í leik með PSG.
Mulumbu í leik með PSG.

West Bromwich Albion krækti sér í tvo leikmenn í dag, á lokadegi félagaskiptagluggans.

Það eru miðjumaðurinn Youssouf Mulumbu og hægri kantmaðurinn Juan Carlos Menseguez sem koma báðir á lánssamningum út leiktíðina.

Mulumbu kemur frá Paris St Germain í Frakklandi en þessi 22 ára leikmaður er landsliðsmaður Kongó. Hann á 68 leiki að baki með PSG og eitt mark en hann er djúpur miðjumaður.

Menseguez er 24 ára en hann kemur frá San Lorenzo í Argentínu. Hann hefur áður leikið í Evrópu en hann var fjögur ár í herbúðum Wolfsburg í Þýskalandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×