Enski boltinn

Bjartsýnn á að Arshavin fari til Arsenal

Elvar Geir Magnússon skrifar
Andrei Arshavin.
Andrei Arshavin.

Umboðsmaður Andrei Arshavin segist vera mjög bjartsýnn á að félagaskipti leikmannsins frá Zenit og til Arsenal verði staðfest af enska knattspyrnusambandinu á morgun þriðjudag.

Talsmaður Zenit hafði sagt að ljóst væri að Arshavin væri ekki á förum en umboðsmaðurinn, Dennis Lachter, segir að allt sé frágengið. Aðeins sé beðið eftir grænu ljósi frá ensku úrvalsdeildinni.

„Það var gengið frá þessu í framlengingu félagaskiptagluggans og nú þurfum við að fá staðfestingu. Ég hef verið í þessu starfi í 16 ár en aldrei kynnst jafn erfiðum viðræðum," sagði Lachter.

Talað er um að Arshavin muni fá treyju númer 13 hjá Arsenal ef kaupin ganga í gegn. Alexander Hleb var með það númer en hann var seldur til Barcelona í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×