Enski boltinn

Arsenal mistókst að landa Arshavin

Elvar Geir Magnússon skrifar

Reuters fréttastofan segir að Arsenal hafi mistekist í tilraun sinni til að kaupa miðjumanninn Andrei Arshavin frá Zenit í Pétursborg.

Sagt er að félögin hafi ekki náð samkomulagi um kaupverðið áður en félagaskiptaglugginn lokaði.

Talsmaður Zenit, Alexei Petrov, sagði við Reuters að viðræðum væri slitið og að Arshavin væri á leið aftur til Zenit. Mikill snúningur hefur verið á málinu í dag en Arshavin hélt til Lundúna til að ganga frá sínum málum en ekki náðist að binda alla lausa enda á réttum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×