Innlent

Óbreytt staða í Suðvesturkjördæmi

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson.

Nýjar tölur eru komnar úr Kraganum og er Bjarni Benediktsson sem fyrr efstur og Þorgerður Katrín í öðru sæti. Ragnheiður Ríkharðsdóttir heldur þriðja sætinu, Jón Gunnarsson því fjórða, Óli Björn Kárason fimmta og Ármann Kr. Ólafsson er í sjötta sætinu. Nokkur spenna er þó um úrslitin því ekki munar miklu á frambjóðendum í þriðja til sjötta sæti.

Hægt er sjá nákvæma skiptingu atkvæða hér.






Tengdar fréttir

Bjarni áfram efstur - Ragnheiður færist upp

Bjarni Benediktsson er enn í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokknum í Suðvesturkjördæmi. Ragnheiður Ríkharðsdóttir er komin í þriðja sætið þegar búið er að telja um 1.100 atkvæði en hún var í sjötta sæti í fyrstu talningu.

Bjarni efstur í Kraganum - Rósa meðal efstu manna

Bjarni Benediktsson er í efsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Suðvesturkjördæmi en þar er búið að telja 200 atkvæði. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er í öðru sæti. Þar á eftir koma Jón Gunnarsson, Ármann Kr. Ólafsson og Rósa Guðbjartsdóttir. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, alþingismaður, er í sjötta sæti en flokkurinn fékk sex þingmenn í kjördæminu í síðustu kosningum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×