Innlent

Hlýrri barnalaug í Vesturbæ

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi taldi ekki loku fyrir það skotið að hann myndi vippa sér ofan í hlýja barnalaug þegar vatnið væri komið ofan í. Starfsmenn laugarinnar munu prófa sig áfram með hitastigið næstu daga.
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi taldi ekki loku fyrir það skotið að hann myndi vippa sér ofan í hlýja barnalaug þegar vatnið væri komið ofan í. Starfsmenn laugarinnar munu prófa sig áfram með hitastigið næstu daga.

„Það er aldrei að vita nema maður skelli sér bara út í og vígi þetta,“ segir Kjartan Magnús­son, borgarfulltrúi og formaður Íþrótta- og tómstundaráðs. Smíði stálþils milli grunna og djúpa hluta Vesturbæjarlaugarinnar, sem ætlað er að hækka hitastigið í grunna hlutanum sem gjarnan er nefndur barnalaugin, lauk í gær. Þá hefur hitunarbúnaður grunnu laugarinnar verið endurnýjaður.

Íþrótta- og tómstundaráð sam­þykkti tillögu þessa efnis í septem­ber á síðasta ári. Þá höfðu um hríð borist kvartanir frá viðskipta­vinum laugarinnar vegna kulda í barnalauginni. „Svona mál verður auðvitað að fara í gegnum allt kerfið, en það er mjög ánægjulegt að þessu sé lokið,“ segir Kjartan.

Aðspurður segir Kjartan kostnað­inn við framkvæmdirnar vera fjórar til fimm milljónir króna.

Kjartan segir framtíðarskipulagstillögur fyrir laugina enn gera ráð fyrir byggingu sundlaugarhúss með innisundlaug og líkamsræktar­stöð. Ráðið muni funda um framgang þess máls í nóvember.- kg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×