Erlent

Kínverjar metnaðarfullir í Parísarhjólum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
The Singapore Flyer.
The Singapore Flyer.
Kínverjar ætla að setja upp hæsta Parísarhjól í heimi í borginni Guangzhou í suðurhluta landsins til að laða til sín ferðamenn. Hjólið verður hæst einkum af þeirri ástæðu að það verður uppi á hinum 450 metra háa sjónvarpsturni borgarinnar. Þannig munu Kínverjar koma gestum sínum hærra en bæði Lundúnar- og Singapore-búar en þar er að finna stærstu Parísarhjól heimsins, The London Eye og The Singapore Flyer, en það síðarnefnda er 165 metra hátt og það hæsta í heiminum enn þá. Einnig stefna Kínverjar á að koma upp hjóli í höfuðborginni Peking.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×