Innlent

Steypuklumpar féllu af tengivagni

Mildi þykir að ekki fór verr þegar tengivagn losnaði aftan úr dráttarbíl á mótum Grensásvegar og Fellsmúla í gærkvöldi og níðþungir steypuklumpar losnuðu á vagninum og féllu á götuna. Svo vel vildi til að enginn bíll var nálægur í þann mund sem þetta gerðist, en jafnan er mikill umferðarþungi á þessum gatnamótum. Einhverjar tafir urðu á umferð á meðan verið var að hífa klumpana aftur upp á vagninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×