Innlent

Flett ofan af bruggurum

Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.
Lögregla upprætti bruggstarfsemi í iðnaðarhúsi við Stórhöfða í Reykjavík í gærkvöldi og handtók tvo menn á staðnum. Hald var lagt á um það bil 200 lítra af gambra og tæki til að sjóða hann. Mennirnir játuðu á sig starfsemina og var sleppt að yfirheyrslum loknum. Þetta var nánast fjölþjóðleg aðgerð, því lögregluþjónar frá Norðurlöndunum, sem eru hér að kynna sér starfsemi lögreglunnar á Íslandi, tóku þátt í aðgerðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×