Lágkúrulegt á Facebook 11. mars 2009 04:00 Svava er ósátt við umræðuna sem hefur sprottið upp á Facebook-síðu framleiðandans E-label. Fjöldi fólks vandar Svövu Johansen hjá NTC ekki kveðjurnar á Facebook-síðu fataframleiðandans E-label. Ástæðan er frétt sem birtist í Fréttablaðinu þar sem eigendur E-label sökuðu Svövu um að banna þeim að versla við samstarfsaðila NTC í Frakklandi. Svava segir að viðbrögðin á Facebook hafi ekki komið sér á óvart. „Ekki miðað við ef þetta væri rétt sem þær [eigendur E-label] eru að bera á okkur. Ef ég vissi að eitt fyrirtæki væri að gera þetta sem þær segja að við séum að gera þá þætti mér það ekkert flott,“ segir Svava. „Það er verið að ná sér í samúð hjá fólki út af kreppunni. Mér finnst þetta fyrir neðan allar hellur og lágkúruleg aðgerð. En ég held að þegar fólk heyrir okkar hlið á málinu þá sjái það í gegnum þetta.“ Svava ber af sér allar sakir og segir málið á misskilningi byggt. Í yfirlýsingu sem hún hefur birt á heimasíðunni ntc.is segir hún að starfsmaður E-label hafi komið að máli við franska framleiðandann og óskað eftir samstarfi. Þegar E-label fékk þau svör að samningur hefði verið gerður við NTC var því svarað til að E-label-varan væri ekki seld í verslunum á Íslandi heldur væri hún fyrir Bretlandsmarkað. Þá ákvað franski framleiðandinn að athuga með samstarf. Kom þá í ljós að pöntunarmagn fyrirtækisins var talsvert undir þeim lágmörkum sem framleiðandinn er vanur að vinna með ásamt því að varan þótti of flókin í framleiðslu. Þar sat málið fast þegar NTC frétti af því í síðustu viku. Svava segist hafa fengið afar ósanngjarna meðferð á Facebook því þar hafi einungis önnur hlið málsins verið tekin upp. „Hefði málið bara verið í Fréttablaðinu hefði það fjarað út en það var verið að vísa í blaðið inni á Facebook. Þar halda þær [eigendur E-label] áfram sem ritstjórar inni á þeirri síðu. Ég hef séð að þær hafa verið að taka út jákvæð komment. Þá sér maður hver er að valta yfir hvern,“ segir hún og bætir við um franska framleiðandann: „Ef þeir vilja brjóta samning við okkur þá er það þeirra mál. Þá myndum við kannski fara í mál við þá eða skoða það. En við getum ekki staðið hér og sagt verksmiðju hvað hún á að gera. Málið er að verksmiðjan ætlaði aldrei að brjóta á okkur og E-label fór inn á fölskum forsendum.“freyr@frettabladid.is Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira
Fjöldi fólks vandar Svövu Johansen hjá NTC ekki kveðjurnar á Facebook-síðu fataframleiðandans E-label. Ástæðan er frétt sem birtist í Fréttablaðinu þar sem eigendur E-label sökuðu Svövu um að banna þeim að versla við samstarfsaðila NTC í Frakklandi. Svava segir að viðbrögðin á Facebook hafi ekki komið sér á óvart. „Ekki miðað við ef þetta væri rétt sem þær [eigendur E-label] eru að bera á okkur. Ef ég vissi að eitt fyrirtæki væri að gera þetta sem þær segja að við séum að gera þá þætti mér það ekkert flott,“ segir Svava. „Það er verið að ná sér í samúð hjá fólki út af kreppunni. Mér finnst þetta fyrir neðan allar hellur og lágkúruleg aðgerð. En ég held að þegar fólk heyrir okkar hlið á málinu þá sjái það í gegnum þetta.“ Svava ber af sér allar sakir og segir málið á misskilningi byggt. Í yfirlýsingu sem hún hefur birt á heimasíðunni ntc.is segir hún að starfsmaður E-label hafi komið að máli við franska framleiðandann og óskað eftir samstarfi. Þegar E-label fékk þau svör að samningur hefði verið gerður við NTC var því svarað til að E-label-varan væri ekki seld í verslunum á Íslandi heldur væri hún fyrir Bretlandsmarkað. Þá ákvað franski framleiðandinn að athuga með samstarf. Kom þá í ljós að pöntunarmagn fyrirtækisins var talsvert undir þeim lágmörkum sem framleiðandinn er vanur að vinna með ásamt því að varan þótti of flókin í framleiðslu. Þar sat málið fast þegar NTC frétti af því í síðustu viku. Svava segist hafa fengið afar ósanngjarna meðferð á Facebook því þar hafi einungis önnur hlið málsins verið tekin upp. „Hefði málið bara verið í Fréttablaðinu hefði það fjarað út en það var verið að vísa í blaðið inni á Facebook. Þar halda þær [eigendur E-label] áfram sem ritstjórar inni á þeirri síðu. Ég hef séð að þær hafa verið að taka út jákvæð komment. Þá sér maður hver er að valta yfir hvern,“ segir hún og bætir við um franska framleiðandann: „Ef þeir vilja brjóta samning við okkur þá er það þeirra mál. Þá myndum við kannski fara í mál við þá eða skoða það. En við getum ekki staðið hér og sagt verksmiðju hvað hún á að gera. Málið er að verksmiðjan ætlaði aldrei að brjóta á okkur og E-label fór inn á fölskum forsendum.“freyr@frettabladid.is
Mest lesið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Fleiri fréttir „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Sjá meira