Lágkúrulegt á Facebook 11. mars 2009 04:00 Svava er ósátt við umræðuna sem hefur sprottið upp á Facebook-síðu framleiðandans E-label. Fjöldi fólks vandar Svövu Johansen hjá NTC ekki kveðjurnar á Facebook-síðu fataframleiðandans E-label. Ástæðan er frétt sem birtist í Fréttablaðinu þar sem eigendur E-label sökuðu Svövu um að banna þeim að versla við samstarfsaðila NTC í Frakklandi. Svava segir að viðbrögðin á Facebook hafi ekki komið sér á óvart. „Ekki miðað við ef þetta væri rétt sem þær [eigendur E-label] eru að bera á okkur. Ef ég vissi að eitt fyrirtæki væri að gera þetta sem þær segja að við séum að gera þá þætti mér það ekkert flott,“ segir Svava. „Það er verið að ná sér í samúð hjá fólki út af kreppunni. Mér finnst þetta fyrir neðan allar hellur og lágkúruleg aðgerð. En ég held að þegar fólk heyrir okkar hlið á málinu þá sjái það í gegnum þetta.“ Svava ber af sér allar sakir og segir málið á misskilningi byggt. Í yfirlýsingu sem hún hefur birt á heimasíðunni ntc.is segir hún að starfsmaður E-label hafi komið að máli við franska framleiðandann og óskað eftir samstarfi. Þegar E-label fékk þau svör að samningur hefði verið gerður við NTC var því svarað til að E-label-varan væri ekki seld í verslunum á Íslandi heldur væri hún fyrir Bretlandsmarkað. Þá ákvað franski framleiðandinn að athuga með samstarf. Kom þá í ljós að pöntunarmagn fyrirtækisins var talsvert undir þeim lágmörkum sem framleiðandinn er vanur að vinna með ásamt því að varan þótti of flókin í framleiðslu. Þar sat málið fast þegar NTC frétti af því í síðustu viku. Svava segist hafa fengið afar ósanngjarna meðferð á Facebook því þar hafi einungis önnur hlið málsins verið tekin upp. „Hefði málið bara verið í Fréttablaðinu hefði það fjarað út en það var verið að vísa í blaðið inni á Facebook. Þar halda þær [eigendur E-label] áfram sem ritstjórar inni á þeirri síðu. Ég hef séð að þær hafa verið að taka út jákvæð komment. Þá sér maður hver er að valta yfir hvern,“ segir hún og bætir við um franska framleiðandann: „Ef þeir vilja brjóta samning við okkur þá er það þeirra mál. Þá myndum við kannski fara í mál við þá eða skoða það. En við getum ekki staðið hér og sagt verksmiðju hvað hún á að gera. Málið er að verksmiðjan ætlaði aldrei að brjóta á okkur og E-label fór inn á fölskum forsendum.“freyr@frettabladid.is Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Fjöldi fólks vandar Svövu Johansen hjá NTC ekki kveðjurnar á Facebook-síðu fataframleiðandans E-label. Ástæðan er frétt sem birtist í Fréttablaðinu þar sem eigendur E-label sökuðu Svövu um að banna þeim að versla við samstarfsaðila NTC í Frakklandi. Svava segir að viðbrögðin á Facebook hafi ekki komið sér á óvart. „Ekki miðað við ef þetta væri rétt sem þær [eigendur E-label] eru að bera á okkur. Ef ég vissi að eitt fyrirtæki væri að gera þetta sem þær segja að við séum að gera þá þætti mér það ekkert flott,“ segir Svava. „Það er verið að ná sér í samúð hjá fólki út af kreppunni. Mér finnst þetta fyrir neðan allar hellur og lágkúruleg aðgerð. En ég held að þegar fólk heyrir okkar hlið á málinu þá sjái það í gegnum þetta.“ Svava ber af sér allar sakir og segir málið á misskilningi byggt. Í yfirlýsingu sem hún hefur birt á heimasíðunni ntc.is segir hún að starfsmaður E-label hafi komið að máli við franska framleiðandann og óskað eftir samstarfi. Þegar E-label fékk þau svör að samningur hefði verið gerður við NTC var því svarað til að E-label-varan væri ekki seld í verslunum á Íslandi heldur væri hún fyrir Bretlandsmarkað. Þá ákvað franski framleiðandinn að athuga með samstarf. Kom þá í ljós að pöntunarmagn fyrirtækisins var talsvert undir þeim lágmörkum sem framleiðandinn er vanur að vinna með ásamt því að varan þótti of flókin í framleiðslu. Þar sat málið fast þegar NTC frétti af því í síðustu viku. Svava segist hafa fengið afar ósanngjarna meðferð á Facebook því þar hafi einungis önnur hlið málsins verið tekin upp. „Hefði málið bara verið í Fréttablaðinu hefði það fjarað út en það var verið að vísa í blaðið inni á Facebook. Þar halda þær [eigendur E-label] áfram sem ritstjórar inni á þeirri síðu. Ég hef séð að þær hafa verið að taka út jákvæð komment. Þá sér maður hver er að valta yfir hvern,“ segir hún og bætir við um franska framleiðandann: „Ef þeir vilja brjóta samning við okkur þá er það þeirra mál. Þá myndum við kannski fara í mál við þá eða skoða það. En við getum ekki staðið hér og sagt verksmiðju hvað hún á að gera. Málið er að verksmiðjan ætlaði aldrei að brjóta á okkur og E-label fór inn á fölskum forsendum.“freyr@frettabladid.is
Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira