Fótbolti

Guðmundur á skotskónum en Vaduz tapaði samt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Steinarsson.
Guðmundur Steinarsson. Mynd/Daníel

Það gengur lítið hjá Íslendingaliðinu Vaduz frá Liechtenstein en liðið tapaði 5-3 á heimavelli fyrir FC Zurich í svissnesku úrvalsdeildinni í kvöld.

Guðmundur Steinarsson lék allan leikinn með Vaduz og skoraði eitt marka liðsins. Gunnleifur Gunnleifsson kom inn á sem varamaður í hálfleik og fékk á sig tvö mörk.

Guðmundur jafnaði leikinn í 2-2 á 23. mínútu leiksins en Vaduz var þá búið að lenda tvisvar sinnum undir á fyrstu 20 mínútum leiksins.

Vaduz er í neðsta sæti svissnesku deildarinnar en liðið hefur aðeins fengið 22 stig út úr fyrstu 33 leikjum sínum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×