Íslenski boltinn

Ólafur: Hefur verið geðveikt ferðalag

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ólafur Kristjánsson fékk flotta flugferð að launum í leikslok.
Ólafur Kristjánsson fékk flotta flugferð að launum í leikslok. Mynd/Daníel

Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, var að vonum kampakátur þegar blaðamaður Vísis ræddi við hann eftir úrslitaleikinn í dag. Hann segir þennan bikar gríðarlega mikilvægan fyrir félagið.

„Þetta fer svo eftir því hvernig við vinnum úr framhaldinu. Þetta var múr sem hafði aldrei verið brotinn. Svo fer þetta bara eftir því hvernig við vinnum úr framhaldinu hversu mikið titillinn gefur félaginu," sagði Ólafur.

„Eins og allir höfðu sagt þá var þessi leikur mjög jafn. Ég er rosalega stoltur af strákunum. Menn hafa talað um það að þeir séu kjúklingar. Þeir hafa farið rosalega grýttan veg og fengið að kynnast miklu mótlæti í sumar en þeir verða sífellt sterkari."

„Þetta hefur verið geðveikt ferðalag með þeim og orð eru bara óþörf," sagði Ólafur en Blikar fagna vel í kvöld. „Mér skilst að Leiðarljós sé klukkan hálf sjö svo við förum heim og horfum á það. Svo er bara partý!"




















Fleiri fréttir

Sjá meira


×