Innlent

Úrslit ráðast í fjölmörgum prófkjörum

Landslagið fyrir komandi Alþingiskosningar mun skýrast um helgina en þá fara fram átta prófkjör í fjórum kjördæmum. Úrslit í prófkjörum sjálfstæðisflokks í Reykjavík, Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi ættu að liggja fyrir í kvöld. Tveir vilja fyrsta sætið í Reykjavík, Illugi Gunnarsson og Guðlaugur Þór Þórðarson.

Í Suðurkjördæmi sækist Bjarni Benediktsson eftir fyrsta sæti en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir eftir fyrsta og öðru sæti. Sjálfstæðismenn kjósa einnig í Norðausturkjördæmi í dag en úrslit liggja fyrir á morgun.

Úrslit í prófkjörum Samfylkingarinnar í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi liggja fyrir í kvöld. Þrír vilja efsta sætið í Suðvesturkjördæmi. Árni Páll Árnason, Lúðvík Geirsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir.

Fimmtán bjóða sig fram í prófkjöri Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi en þar sækist Guðfríður Lilja Grétarsdóttir ein um að leiða listan.

Framsóknarmenn kjósa á morgun í Norðausturkjördæmi en þar slást Höskuldur Þórhallsson og Birkir J. Jónsson um fyrsta sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×