Erlent

Stjórnandi kókaínhrings tekinn í Mexíkó

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Mexíkósk sérsveit.
Mexíkósk sérsveit.

Lögregla í Mexíkó hefur handsamað einn af stærstu fíkniefnabarónum landsins, Vicente Carrillo Leyva, sem stjórnar hinum alræmda Juarez-eiturlyfjahring. Leyva var að skokka í almenningsgarði í Mexíkóborg þegar til hans sást og sérsveit lögreglu hafði hendur í hári hans.

 

Peningaþvætti og umfangsmikið kókaínsmygl yfir til Bandaríkjanna er meðal þess sem búast má við að komi fram í ákæru gegn Leyva sem búið hefur í Mexíkóborg undir fölsku nafni og látist vera strangheiðarlegur kaupsýslumaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×