Erlent

Madonna fær ekki að ættleiða

Óli Tynes skrifar
Madonna með börnum sínum. Svarti hnokkinn er David Banda frá Malawi.
Madonna með börnum sínum. Svarti hnokkinn er David Banda frá Malawi.

Dómstóll í Malawi hefur synjað poppstjörnunni Madonnu um leyfi til þess að ættleiða fjögurra ára telpu. Ríkisstjórn landsins hafði áður lýst stuðningi við söngkonuna.

Talsmaður dómstólsins sagði að Madonnu hefði verið synjað um leyfið vegna þess að hún væri ekki búsett í landinu.

Samkvæmt lögum í Malawi þarf að fylgjast með barni hjá nýjum foreldrum í 12-24 mánuði áður en ættleiðing gengur endanlega í gegn.

Mikið uppistand varð þegar söngkonan ættleiddi þrettán mánaða gamlan strák frá Malawi. Þá var eðlilega ekki hægt að framfylgja þessu ákvæði.

Mannréttindasamtök gagnrýndu það mjög og sögðu að Madonna hefði fengið óeðlilega fyrirgreiðslu vegna frægðar sinnar.

Malawi er eitt af fátækustu löndum heims. Lífslíkur eru 43 ár. Rúmlega fjórtán prósent íbúanna eru smitaðir af alnæmi. Ungbarnadauði er skelfilegur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×