Erlent

Spennan eykst vegna tilraunaskots

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Enn eykst spennan milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna en fyrrnefnda ríkið undirbýr nú í óða önn tilraunaskot langdrægrar eldflaugar í óþökk Bandaríkjanna og margra nágrannaríkja sinna. Þrátt fyrir að herforingjastjórnin í Pyongyang haldi því fram að hún hafi í bígerð að skjóta upp gervitungli þykir það ljóst að þar sé í raun á ferð Taepodong-2 eldflaug með allt að 14.000 kílómetra flugþol. Barack Obama Bandaríkjaforseti sagði á G20-fundinum í London að gripið yrði til harðra aðgerða gegn Norður-Kóreu, yrði af skotinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×