Erlent

Ekki með blæju í strætó

Óli Tynes skrifar
Víst er þetta ég.
Víst er þetta ég.

Danskur lagaprófessor segir að strætisvagnafyrirtæki séu í fullum rétti til að vísa frá múslimakonum sem hylja andlit sitt með blæju ef þær hafa keypt sér afsláttarkort með mynd.

Múslimakona höfðaði mál vegna þessa þar sem hún taldi sér mismunað vegna trúarbragða. Claus Hagen Jensen prófessor er sérfræðingur í mannréttindamálum og fyrrverandi formaður kærunefndar innflytjenda.

Hann segir að ef fólk óski eftir afslætti verði það að hlíta þeim reglum sem um hann gilda. Vagnstjórar verði að geta fengið sönnun fyrir því að sá sem framvísi korti sé í raun eigandi þess.

Undir þetta taka regnhlífasamtök múslima í Danmörku. Í tilkynningu frá þeim segir að auðvitað verði vagnstjórarnir að geta gengið úr skugga um að réttmætur eigandi kortsins sé að framvísa því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×