Mikil öryggisgæsla á NATO fundi Guðjón Helgason skrifar 3. apríl 2009 12:25 Mikil öryggisgæsla er í Strassborg í Frakklandi vegna leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins sem hefst þar í dag. Ástandið í Afganistan, samskiptin við Rússa og val á nýjum framkvæmdastjóra eru helstu málin á þessum sextíu ára afmælisfundi. Ekki er aðeins fundað í Strassborg heldur einnig í Kehl í Þýskalandi. Mikið verður um hátíðarhöld enda sextíu ár í ár frá stofnun Atlantshafsbandalagsins. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, situr fundinn fyrir Íslands hönd. Mörg erfið mál verða til umræðu á fundinum. Barack Obama, Bandaríkjaforseti, mun kynna nýja stefnu sína í Afganistan og reyna að tryggja stuðning bandalagsríkja við hana. Bandaríkjamenn hafa þegar tilkynnt að fjölgað verði í herliðinu þar. Samskipti við Rússar verða einnig ofarlaga á baugi. Albönum og Króötum verða formlega boðnir velkomnir í bandalagið. Þá munu Frakkar aftur taka þátt í hernaðarlegri yfirstjórn NATO eftir áratuga fjarveru. Eitt helsta hitamálið verður þó val á nýjum framkvæmdastjóra bandalagsins en Hollendingurinn Jaap de Hoop Scheffer er að láta af störfum. Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur helst verið nefndur í því sambandi en Tyrkir eru alfarið á móti því að hann taki við embættinu. Það er vegna Múhameðsteikningamálinu 2006 og því að útsendingar kúrdískrar sjónvarpsstöðvar í Danmörku hafi ekki verið bannaðar. Lögregla í Strassborg og Kehl er við öllu búin vegna mótmæla í borgunum meðan á fundinum stendur í dag og á morgun. Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í Strassborg í gær og notaði lögregla táragas og gúmmikúlur. Tuttugu og fimm þúsund lögreglumenn verða á vakt. Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Sjá meira
Mikil öryggisgæsla er í Strassborg í Frakklandi vegna leiðtogafundar Atlantshafsbandalagsins sem hefst þar í dag. Ástandið í Afganistan, samskiptin við Rússa og val á nýjum framkvæmdastjóra eru helstu málin á þessum sextíu ára afmælisfundi. Ekki er aðeins fundað í Strassborg heldur einnig í Kehl í Þýskalandi. Mikið verður um hátíðarhöld enda sextíu ár í ár frá stofnun Atlantshafsbandalagsins. Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, situr fundinn fyrir Íslands hönd. Mörg erfið mál verða til umræðu á fundinum. Barack Obama, Bandaríkjaforseti, mun kynna nýja stefnu sína í Afganistan og reyna að tryggja stuðning bandalagsríkja við hana. Bandaríkjamenn hafa þegar tilkynnt að fjölgað verði í herliðinu þar. Samskipti við Rússar verða einnig ofarlaga á baugi. Albönum og Króötum verða formlega boðnir velkomnir í bandalagið. Þá munu Frakkar aftur taka þátt í hernaðarlegri yfirstjórn NATO eftir áratuga fjarveru. Eitt helsta hitamálið verður þó val á nýjum framkvæmdastjóra bandalagsins en Hollendingurinn Jaap de Hoop Scheffer er að láta af störfum. Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur helst verið nefndur í því sambandi en Tyrkir eru alfarið á móti því að hann taki við embættinu. Það er vegna Múhameðsteikningamálinu 2006 og því að útsendingar kúrdískrar sjónvarpsstöðvar í Danmörku hafi ekki verið bannaðar. Lögregla í Strassborg og Kehl er við öllu búin vegna mótmæla í borgunum meðan á fundinum stendur í dag og á morgun. Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda í Strassborg í gær og notaði lögregla táragas og gúmmikúlur. Tuttugu og fimm þúsund lögreglumenn verða á vakt.
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Sjá meira