Erlent

Árásarmaðurinn sagður dáinn

Frá vettvangi í
Frá vettvangi í MYND/AP

Byssumaðurinn sem drap að minnsta kosti þrettán í bænum Binghamton í New York ríki í dag er sagður dáinn. Enn eru fregnir af atburðarásinni óljósar. Heimildir herma að maðurinn hafi verið einn af verki en um stund var talið að árásarmennirnir væru fleiri en tveir.

Samkvæmt Sky fréttastofunni er árásarmaðurinn 42 ára Bandaríkjamaður að nafni Jiverly Voong.

Voong hóf skothríðina í þjónustumiðstöð fyrir innflytjendur síðdegis. Tuttugu og sex munu hafa særst.

David Paterson, ríkisstjóri New York, sagði við fréttamenn að dagurinn í dag væri mikill sorgardagur.

„Við fylgjumst með framvindu málsins. Ég hef fyrirskipað ríkislögreglunni að aðstoða lögregluna í Binghamton með öllum mögulegum leiðum," sagði Paterson.




Tengdar fréttir

Fjórir skotnir -gíslar teknir

Að minnsta kosti fjórir hafa verið skotnir og margir gíslar eru í haldi í bænum Binghamton í New York fylki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×